Auðveldur Njarðvíkursigur gegn Selfossi
Njarðvíkingar sigruðu Selfoss með fjórum mörkum gegn engu á heimavelli í 2. deild karla í knattspyrnu á fimmtudag. Voru það Guðni Erlendsson, Eyþór Guðnason, Sverrir Þór Sverrisson og Bjarni Sæmundsson sem skoruðu mörk heimamanna en Njarðvíkingar þótti leika mjög vel á köflum í þessum leik.
Njarðvíkingar eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir HK, en Víðir úr Garði er í 7. sæti með 19 stig en þeir gerðu jaftefli gegn Létti í gær á Garðsvelli, 1-1.
Þess má geta að á heimasíðu UMFN var sagt að Sverrir Sverrisson hefði verið maður leiksins í leiknum gegn Selfoss.
Njarðvíkingar eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir HK, en Víðir úr Garði er í 7. sæti með 19 stig en þeir gerðu jaftefli gegn Létti í gær á Garðsvelli, 1-1.
Þess má geta að á heimasíðu UMFN var sagt að Sverrir Sverrisson hefði verið maður leiksins í leiknum gegn Selfoss.