Auðveldir sigrar hjá toppliðunum - 9 í röð hjá Keflavík
Bæði Reykjanesbæjarliðin unnu örugga sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í gær og sitja því enn á toppi deildarinnar. Keflvíkingar eru með 18 stig á toppnum og hafa 4 stiga forskot á granna sína í Njarðvík. Í gær fór Jaleesa Butler fyrir Keflvíkingum í öruggum sigri á Valsstúlkum en hún var nánast óstöðvandi. Njarðvíkingar áttu sömuleiðis ekki í vandræðum með Hamar í Ljónagryfjunni.
Keflavík 91-68 Valur
Jaleesa Butler átti rafmagnaðan leik í Keflavíkurliðinu með 35 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar, 6 varin skot og 3 stolna bolta! Næst henni í röðinni var hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Valskonum var María Ben Erlingsdóttir með 21 stig og 5 fráköst gegn gamla liðinu sínu Keflavík.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
Njarðvík 77-53 Hamar
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
Njarðvík 77-53 Hamar
Shanae Baker gerði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga. Næst henni var Sara Dögg Margeirsdóttir með 17 stig. Hjá Hamri var Samantha Murphy með 26 stig og 10 fráköst og Jenný Harðardóttir bætti við 13 stigum.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
VFmynd/EJS: Jaleesa Butler fór á kostum í kvöld.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is
VFmynd/EJS: Jaleesa Butler fór á kostum í kvöld.