Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 21:45

Auðveldir sigrar hjá Suðurnesjaliðunum

Suðurnesjaliðin, Njarðvík, Grindavík og Keflavík áttu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í kvöld í Intersport deildinni í körfuknattleik. Njarðvík tók á móti Hamri og sigraði 95:84, Grindvíkingar komust í toppsætið á ný með því að sigra Snæfell á heimavelli 95:81 og loks völtuðu Keflvíkingar yfir Hauka, 121:85 en heimamenn hittu hreint ótrúlega vel í síðari hálfleik.Eftir leiki kvöldsins eru KR og Grindavík jöfn á toppnum með 24 stig, Keflvíkingar eru í 3. sæti með 20 stig og Njarðvíkingar eru í því 4. með 18 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024