Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Auðunn og Grétar Ólafur á förum frá Grindavík
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 15:13

Auðunn og Grétar Ólafur á förum frá Grindavík


Knattspyrnudeild Grindavíkur og Auðunn Helgason hafa komist að samkomulagi um starfslok Auðuns hjá félaginu en hann átti eitt ár eftir af samningi. Auðunn lék 21 leik með Grindavík í sumar og skoraði eitt mark.
 Þá hefur knattspyrnudeild Grindavíkur ákveðið að endurnýja ekki samning við Grétar Ólaf Hjartarson en samningur hans rennur út í haust. Grétar kom við sögu í 20 leikjum liðsins í sumar og skoraði 3 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024