Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áttundi sigurinn í röð hjá Elvari
Þriðjudagur 22. desember 2015 kl. 10:03

Áttundi sigurinn í röð hjá Elvari

Kristinn og Sara einnig á sigurbraut

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var með níu stoðsendingar þegar Barry University sigraði sinn áttunda leik í röð í bandaríska háskólakörfuboltanum. Elvar var með fimm stig og þrjú fráköst og hafði frekar hægt um sig í sigrinum gegn Southern Nazarene skólanum.

Kristinn Pálsson frá Njarðvík skoraði átta stig fyrir lið sitt Marist, þegar það bar sigurorð af Army West Point á sunnudaginn. Kristinn var með þrjú fráköst og hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum á þeim 18 mínútum sem hann lék.

Canisius skólinn sem Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir leikur með, sigraði lið Northeastern 68-57 í gærkvöldi. Sara Rún lék aðeins í níu mínútur án þess að skora en hún tók þrjú fráköst í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024