Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Átta stúlkur á U-17 æfingum
Þriðjudagur 20. september 2005 kl. 10:59

Átta stúlkur á U-17 æfingum

Átta stúlkur af Suðurnesjum hafa verið valdar til úrtaksæfinga með íslenska U-17 landsliðinu í knattspyrnu, fjórar frá Grindavík og fjórar frá Keflavík.

Æfingarnar verða um næstu helgi, en þær sem voru valdar eru: Alma Garðarsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Kristín Karlsdóttir frá Grindavík og Keflvíkingarnir Karen Sævarsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Birna M. Aðalsteinsdóttir.

Stúlkurnar haf staðið sig vel með liðum sínum sem hafa verið í fremstu röð í sumar. Keflavík var í öðru sæti í A-riðli Íslandsmótsins og komust í bikarúrslit á meðan GRV, sameinað lið Grindavíkur, Víðis og Reynis tapaði í úrslitaleik á Íslandsmótinu, eftir að hafa slegið Keflavík út í undanúrslitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024