Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Átta leikmenn af Suðurnesjum í U-16 landsliðið
Miðvikudagur 15. desember 2004 kl. 14:58

Átta leikmenn af Suðurnesjum í U-16 landsliðið

Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U-16 unglingalandsliðs karla í körfubolta, hefur valið æfingahóp í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamót í maí og Evrópukeppni í sumar. Frá þessu er greint á vefsíðu Körfuknattleikssambands Íslands í dag.

Liðið hefur æft síðustu tvö sumur en hópurinn verður kallaður saman aftur núna í desember. Átta leikmenn af Suðurnesjum eru að þessu sinni í hópnum. Fimm frá Njarðvík, tveir frá Keflavík og einn úr Grindavík.

Þeir 24 leikmenn sem munu æfa í desember eru:
Ari Gylfason, Hamar / Selfoss
Arnar Freyr Lárusson,Fjölnir
Arnar Hólm Kristjánsson, Haukar
Atli Rafn Hreinsson, Snæfell
Birgir Ragnar Birgisson, Breiðablik
Elías Kristjánsson, UMFN
Friðrik Guðni Óskarsson, UMFN
Halldór Halldórsson, Tindastóll
Halldór Margeir Halldórsson, Breiðablik
Haraldur Valdimarsson, Valur
Helgi Björn Einarsson, Grindavík
Hjalti Friðriksson, Valur
Hjörtur Halldórsson, Breiðablik
Hjörtur Hrafn Einarsson, UMFN
Hreinn Gunnar Birgisson, Breiðablik
Jens Gísli Heiðarsson, Fjölnir
Jón Þorgeir Aðalsteinsson, Flúðir
Magni Ómarsson, Keflavík
Páll Fannar Helgason, Valur
Páll Helgason, Hamar / Selfoss
Ragnar Ólafsson, UMFN
Rúnar Ingi Erlingsson, UMFN
Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík
Örn Sigurðarson, Haukar

Æfingadagskráin hjá liðinu í desember verður sem hér segir;

18. desember Njarðvík 11:00-13:00 14:00-16:00
19. desember Njarðvík 09:00-11:00 12:00-14:00
20. desember Strandgata 10:00-12:00 14:00-16:00
21. desember Strandgata 10:00-12:00 14:00-16:00

27. desember Hlíðarendi 10:00-12:00 13:00-15:00
28. desember Njarðvík 10:00-12:00 13:30-15:30
29. desember Njarðvík 12:00-14:00 15:00-17:00
30. desember Hlíðarendi 10:00-12:00 13:00-15:00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024