Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Átta leikmenn af Suðurnesjum í landsliðinu
Fimmtudagur 23. desember 2004 kl. 13:34

Átta leikmenn af Suðurnesjum í landsliðinu

Knattspyrnugoðið David Beckham var sagður hér á landi nú um helgina og kepptust fjölmiðlarnir við að ná af honum mynd. Kappinn sást þó aldrei þrátt fyrir töluvert mikið af ábendingum fólks sem sagðist hafa séð hann á allnokkrum stöðum.

Fyrsta ábendingin um David Beckham barst frá Flugstöð Leif Eiríkssonar en þar taldi farþegi hafa séð kappann. Eftir það fór sagan um David Beckham eins og eldur í sinu en samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá lenti David Beckham aldrei á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir það var hann talinn gista á 101 hóteli í miðbæ Reykjavíkur en hann sást þó aldrei þar. Önnur ábending barst blöðunum þess efnið að konan hans, kryddpían, Victoria Beckham væri stödd hér með honum en það fékkst þó aldrei staðfest. En ef David Beckham lenti ekki á Keflavíkurflugvelli og ekki á Reykjavíkurflugvelli hvernig komst hann þá til Íslands?

Ef David Beckham hefði verið hér á landi þá þykir það ljóst að hann hefði dýft allavega litlu tánni í Bláa Lónið en samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá kom hann aldrei í heimsókn. Talið var að kappinn myndi sýna sig og sjá aðra á tískusýningu Mosaic Fashions sem haldin var í Reykjavík nú um helgina en hann mætti ekki.

Hingað til hafa heimsfrægar stjörnur ekki náð að halda sér frá fjölmiðlum landsins en þær hafa flestar náðst á mynd. Þess vegna þykir það undravert að sjálfur David Beckham hafi náð að fela sig fyrir fjölmiðlum landsins.

Enginn hefur fram að þessu náð að fullyrða það að David Becham sé staddur hér á landi, allt bendir til þess að gert hafi verið allsherjar gabb sem flestir fjölmiðlar féllu fyrir.

Myndin er ekki af David Beckham í Bláa Lóninu 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024