Átta Íslandsmeistarabardagar í kvöld
Undankeppninni á Íslandsmótinu í hnefaleikum lauk í Hafnarfirði í gærkvöldi og þá varð ljóst hvaða bardagamenn munu mætast í úrslitabardögunum. Úrslitakvöldið fer fram í Reykjanesbæ og hefjast herlegheitin kl. 20:00 í Hnefaleikahöll HFR sem jafnan er þekkt undir nafninu „Gamla Sundhöllin.“
16-19 ára flokkur
Erling Óskar Kristjánsson HFH - Edvard Ingi Torfason HR.
Gunnar Þór HR - Frímann G. Frímansson Æsir
Stefán G Stefánsson HR - Arnar Freyr Gunnarsson HFH
Eiður Örn Guðjónsson HFR - Gunnar Aðalsteinsson HFH
Fullorðinsflokkur 19 ára og eldri:
Létt Veltivigt 64kg
Kevin Freyr Leoson HR - Gunnar Óli Guðjónsson HR
Millivigt 75kg
Viðar Freyr Viðarson - Jafet Örn Æsir
Léttþungavigt 81kg
Vikar Karl Sigurjónsson HR - Sigurður Eggertsson HFH
Þungavigt 91kg
Lárus Mikael HR - Gunnar Kolli Kristinsson HR
Einnig verður valin besti boxari Íslandmótsins af dómurum og mun hann hljóta Bensa bikarinn, sem besti boxari mótsins. Búast má við hörku viðureignum milli þessara kappa sem komnir eru í úrslitin og munu allir selja sig dýrt til að hljóta þennan eftirsótta titil.
Húsið mun opna kl: 19:00 og miðaverð er 1000 kr inn. Fyrsti bardagi hefst kl. 20:00 í kvöld í Hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ.