Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Átta frá Suðurnesjum í landsliðið
Þriðjudagur 14. ágúst 2007 kl. 19:05

Átta frá Suðurnesjum í landsliðið

Guðjón Skúlason hefur valið 14 manna hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem mun leika þrjá leiki í Evrópukeppni landsliða í september. Þetta er seinni hluti keppninnar sem liðið tók þátt í síðastliðið haust. Að þessu sinni eru átta leikmenn frá Suðurnesjum í liðinu.

 

Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Hollandi 1. september næstkomandi. Leikurinn mun fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann klukkan 16:00. Hollenska liðið er í efsta sæti riðilsins en íslenska liðið var nálægt því að sigra þegar liðin mættust í Hollandi. Þetta verður því væntanlega hörkuleikur.

 

8. september mun íslenska liðið mæta því norska á útivelli og lokaleikur liðsins verður svo 15. september gegn Írum.

 

Leikmannahópurinn:

 

Helena Sverrisdóttir Haukar/TCU

Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar

Sigrún S. Ámundadóttir Haukar

Unnur Tara Jónsdóttir Haukar

Hildur Sigurðardóttir KR

Ingibjörg Jakobsdóttir UMFG

Petrúnella Skúladóttir UMFG

Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

Ingibjörg E. Vilbergsdóttir Keflavík

María B. Erlingsdóttir Keflavík/UTPA

Svava Ó. Stefánsdóttir Keflavík

Margrét Kara Sturludóttir Keflavík

Pálína M. Gunnlaugsdóttir Keflavík

Signý Hermannsdóttir ÍS

 

VF-mynd/ [email protected] - María Ben Erlingsdóttir er í landsliðinu en hún leikur ekki eins og kunnugt er með Keflavík í vetur þar sem hún verður við nám í Bandaríkjunum.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024