Átta af Suðurnesjum í yngri landslið
Sverrir Hjörleifsson þjálfari 16-17 ára landsliðs kvenna og Benedikt Guðmundsson unglingalandsliðsþjálfari drengja fædda 1986 hafa valið 12 manna lið sem munu leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu (Polar cup) í Svíþjóð sem hefst 28. maí. Átta leikmenn frá Suðurnesjunum eru í liðunum en það eru Anna María Ævarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Jón Gauti Jónsson úr Keflavík, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Jóhann Ólafsson og Kristján Sigurðsson úr Njarðvík og Elva Rut Sigmarsdóttir úr Grindavík.Strákarnir og stelpurnar voru allir sammála því að þau hefðu verið mjög ánægð með að vera valin í landslið og sögðu það mikinn heiður að fá tækifæri á því spila fyrir Íslands hönd erlendis. Bæði liðin hafa verið að æfa töluvert undanfarið og hafa þær æfingar verið skemmtilegar að sögn þeirra.
Mynd: Leikmennirnir úr Njarðvík og Keflavík sem eru á leiðinni til Möltu. Á myndina vantar Elvu Rut úr Grindavík.
Mynd: Leikmennirnir úr Njarðvík og Keflavík sem eru á leiðinni til Möltu. Á myndina vantar Elvu Rut úr Grindavík.