Atli Rúnar skrifar undir hjá Keflavík
Atli Rúnar Hólmbergsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur til árisins 2007. Atli Rúnar kom til Keflavíkur í vetur frá Víði í Garði og hefur leikið vel með liðinu í Deildarbikarnum, meðal annars í stöðu miðvarðar. Atli Rúnar er mikill liðsstyrkur fyrir Keflvíkinga sem hafa misst nokkra af lykilleikmönnum frá síðasta tímabili.