Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Atli Freyr og Helgi Þór semja við Njarðvík
Við undirritum samnings: Viðar Einarsson stjórnarmaður og Atli Freyr. Myndir: umfn.is
Mánudagur 27. nóvember 2017 kl. 12:41

Atli Freyr og Helgi Þór semja við Njarðvík

Njarðvíkingar hafa gert samning við þá Atla Frey Ottesen Pálsson og Helga Þór Jónsson en þeir munu leika með knattspyrnuliði Njarðvíkur í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Helgi Þór kemur frá Víði í Garðinum, hann er 23 ára gamall og stundar nám í Bandaríkjunum. Hann mun æfa í jólafríinu með Njarðvík í desember og janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Atli Freyr er uppalinn í Stjörnunni en hann hefur einnig spilað með Skínanda, Gróttu, Leikni R. og Kv. Hann kom til Njarðvíkur úr Garðabænum fyrir síðasta tímabil og hefur endurnýjað samning sinn við félagið.

Njarðvíkingar komust upp í Inkasso-deildina síðasta sumar og eru þessa dagana að styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil.

Helgi Þór Jónsson