Átján leikmenn frá Suðurnesjum í yngri landsliðum
Alls eru átján leikmenn frá Suðurnesjum í U16 og U18 ára landsliðum drengja og stúlkna sem hafa verið valin í landsliðin fyrir verkefni sumarsins. Leikmenn mættu á landsliðsæfingar um jól og áramót en þjálfarar hafa einnig fylgst með þeim í leikjum og fjölliðamótum í vetur.
Öll fjögur liðin fara á NM í Finnlandi í lok júní og leikur síðan hvert þeirra í Evrópuflokki FIBA í sínum aldursflokki í sumar.
Alls koma sex leikmenn frá Grindavík, átta frá Keflavík og Fjórir frá Njarðvík, nánar má lesa um hverjir eru í landsliðshópunum á heimasíðu KKÍ.