Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástrós taekwondokona ársins þriðja árið í röð
Frá kjöri Íþróttamanns ársins í Gullhömrum. Mynd/JBÓ
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 10:47

Ástrós taekwondokona ársins þriðja árið í röð

Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík var valin taekwondokona ársins þriðja árið í röð. Hún fékk sérstaka viðurkenningu fyrir vikið þegar kjör á íþróttamanni árins fór fram þann 3. janúar. Eins og kunnugt er var Ástrós einnig kjörin Íþróttamaður Reykjanesbæjar annað árið í röð nú á gamlársdag.

Ástrós er ein efnilegasta taekwondokona heims og eini Íslendingurinn sem keppti bæði á heimsmeistaramóti í bardaga og í formum á árinu 2014. Greinarnar eru það ólíkar að þeim má líkja við mismunandi greinar í frjálsum íþróttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helstu afrek Ástrósar á árinu eru:
• Norðurlandameistari í bardaga
• Silfurverðlaun á Norðurlandamóti í formum
• RIG meistari í bardaga
• RIG meistari í formum, einstaklings,para og hópa.
• RIG valinn keppandi mótsins
• Gullverðlaun í formum á Rodövre Cup í Danmörku
• Þrefaldur Íslandsmeistari í formum
• Íslandsmeistaramót í formum, valinn keppandi mótsins með lang hæstu einkunn.
• Bikarmeistari í bardaga
• Bikarmeistari í formum
• Bikarmeistari keppandi mótsins í samanlögðu.
• 10. sæti á heimsmeistaramótinu í formum í Mexíkó
• 9-16.sæti á heimsmeistarmótinu í bardaga.Samtals 13 gull og 2 silfur.