Ástrós og Kristófer íþróttafólk Reykjanesbæjar
Íþróttafólk ársins í öllum greinum - myndir
Íþróttakarl Reykjanesbæjar 2015 er Kristófer Sigurðsson, Sundmaður hjá Keflavík á meðan íþróttakona Reykjanesbæjar 2015 er Ástrós Brynjarsdóttir, Taekwondokona hjá Keflavík.
Kristófer hefur verið einn af fremstu sundmönnum Keflavíkur til margra ára. Hann vann til sjö íslandsmeistaratitla á árinu og er með 734 FINA stig. Í apríl var Íslandsmeistaramóti í 50m laug haldið í Reykjavík og þar varð Kristófer Íslandsmeistari í 200 og 400 m skriðsundi. Þar synti hann 400m skriðsund á tímanum 4.03,95 og hlaut 734 FINA stig.Á AMÍ sem haldið var á Akureyri í júní varð Kristófer Íslandsmeistari í fimm greinum: 100, 200 og 400m skriðsundi, 200m bringusundi, 200m baksundi og 200m fjórsundi. Einnig var hann í 2 boðsundsveitum 10x50m skriðsund og 4x100m skriðsund. Kristófer var í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru hér á landi í júní. Þar var hann meðal annars í boðsundsveit sem náði 2.sæti.
Ástrós hlaut fimm Íslandsmeistaratitla á árinu, hún vann til tíu gullverðlauna, tveggja silfur verðlauna og þriggja bronsverðlauna. Ástrós er ávallt fyrsta val landsliðsþjálfara á öll mót í kvennaflokkum. Ástrós hefur sýnt það ítrekað að hún er með betri íþróttamönnum í heimi í þessari erfiðu og fjölmennu íþróttagrein, en taekwondo er vinsælasta bardagaíþrótt heims. Ástrós hefur verið valin taekwondo kona Íslands síðustu ár og heldur áfram að bæta stórum afrekum á ferilskrána á árinu 2015. Ástrós varð fyrsta íslenska konan í ár til að verða Norðurlandameistari í tækni og eini Íslendingurinn sem hefur orðið Norðurlandameistari í bæði bardaga og tækni. Ástrós keppti á Norðurlandamótinu sem haldið var í Noregi og átti þar frábæra frammistöðu. Hún sigraði sinn flokk í bardaga og var það hennar þriðji Norðurlandatitill í bardaga. Þá sigraði hún einnig sinn flokk í tækni sem var mjög stór og sterkur flokkur. Hún varð þá í 2. sæti í paratækni ásamt Svani Þór Mikaelssyni, en það eru fyrstu verðlaun Íslendinga í paratækni á Norðurlandamóti í stórum og sterkum flokki.
Ljósmyndasafn frá verðlaunaafhendingunni í dag
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2015 – Ragnar Bjarni Gröndal
Ragnar Bjarni er Akstursíþróttamaður ársins 2015 Aífs. Ragnar var í hörkubaráttu í sumar við keppinauta sem á pappírum virtust sterkari, en með útsjónasemi og keppnishörku náði hann að tryggja sér annað sæti til Íslandsmeistara og sigur í bikarmóti AÍH. Alltaf var keppnisskapið og íþróttamannsleg framkoma hans til fyrirmyndar í keppni sem utan.
Taekwondokarl Reykjanesbæjar 2015 –Ágúst Kristinn Eðvarðsson
Ágúst Kristinn hlaut tvo íslandsmeistaratitla á árinu og sex bikarmeistaratitla. Ágúst skartar glæstum ferli þar sem helst ber að nefna þrjá Norðurlandatitla og fyrsta og einu bronsverðlaun Íslendinga á Evrópumóti í ólympísku taekwondo. Á árinu var Ágúst valinn á eitt sterkasta mót heims, Evrópumótið í bardaga sem haldið var í Frakklandi. Í kjölfarið var Ágúst valinn til að keppa á Heimsmeistaramóti ungmenna sem haldið var í upprunalandi taekwondo, Suður Kóreu. Ágúst endaði á meðal topp 9 á heimsmeistaramótinu sem er annar besti árangur Íslendings á Heimsmeistaramóti í taekwondo frá upphafi. Ágúst keppti á Opna Skoska meistaramótinu. Hann keppti þar í fjórum flokkum og sigraði þá alla nokkuð örugglega og vakti mikla athygli á þessu stóra alþjóðlega móti. Hann var þá einnig stigahæsti keppandi allra keppanda í sínum aldursflokki í tækni og næststigahæsti keppandi í öllum flokkum á mótinu öllu. Ágúst sigraði öll mót sem hann keppti á innanlands mjög örugglega og þar á meðal Reykjavik International Games sem er alþjóðlegt mót með fjölda erlenda keppenda. Hann var einnig valinn besti karlkeppandi mótsins í taekwondo fyrir árangurinn á mótinu.
Ágúst sigraði öll 3 Bikarmótin sem haldin voru örugglega og var valinn besti keppandinn á einu þeirra. Ágúst sigraði Íslandsmótið örugglega með stigaskorið 30 stig skoruð gegn 1 fengnu á sig. Ágúst var valinn nemandi ársins í eldri flokkum taekwondo deildar Keflavíkur.
Júdómaður Reykjanesbæjar 2015 – Ægir Már Baldvinsson
Ægir Már Baldvinsson er Júdómaður UMFN. Ægir Már er íslandsmeistari í tveimur greinum Júdó og Brasilian jiu jitsu og tveimur aldursflokkum. Ægir varð íslandmeistari í U18 ára flokki í júdó annar í U21 og sigraði öllum að óvörum fullorðins flokkinn. Ægir varð einnig Íslandsmeistari unglinga í Brazilian Jiu jitsu þar sem hann keppti í fjölmennasta þyngdarflokknum. Hann keppir líka í Glímu þar sem hann hefur unnið til nokkurra verðlauna og hefur hann tekið þátt í landsliðsverkefnum erlendis þar sem hann hefur staðið sig einstaklega vel og sigraði t.d. sinn flokk og fullorðins flokk á hálandaleikunum 2015.
Blakkarl Reykjanesbæjar 2015 – Hjörtur Harðarson
Hjörtur Harðarson er blakmaður ársins 2015. Hjörtur stóðu upp úr í blaklið Keflavíkur á árinu. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað hvaða stöðu sem er á vellinum. Hann nýtur sín þó best sem kant- eða miðju smassari þar sem mikill sprengi- og stökkkraftur nýtur sín til fulls.
Blakkona Reykjanesbæjar 2015 – Sæunn Svana Ríkharðsdóttir
Sæunn spilar sem miðjusmassari í kvennaliði Keflavíkur. Hún er frábær alhliða leikmaður. Þar sem hún er frábær varnarmaður, bæði í hávörn sem lágvörn. Hún er drífandi og rekur liðið sitt áfram. Hún er einnig fyrirliði liðsins sem tók þátt í sínum fyrsta bikarleik í haust. Hún átti frábæran leik og var stigahæsti leikmaður Keflavíkur liðsins.
Fimleikakona Reykjanesbæjar 2015 – Laufey Ingadóttir
Laufey er fjórfaldur Íslandsmeistari og innanfélagsmeistari Keflavíkur. Hún var valin í úrvalshóp fimleikasambands íslands. Laufey er fimleikastúlka sem setur æfingar sínar í fremstu forgangsröð. Hún er fyrirmynd iðkenda í fimleikadeild Keflavíkur. Hún gefst ekki upp fyrr en hún hefur náð settu marki.
Fimleikakarl Reykjanesbæjar 2015 – Atli Viktor Björnsson
Atli Viktor eru einstaklega duglegur og áhugasamur fimleikamaður. Hann tekur aukaæfingu á hverjum einasta æfingadegi og vil bæta sig í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er fyrirmynd ungra drengja í fimleikum. Hann vann til fjölda verðlauna á árinu þar sem hann var ýmist í fyrsta eða öðru sæti.
Þríþrautarkarl Reykjanesbæjar 2015 - Rafnkell Jónsson
Íslandsmeistari í Ólympiskri þríþraut á Laugarvatni 50-99 ára. Tók þátt í járnmaðurinn við meðalfell í kjós og endaði í 2 sæti í flokki 50-99 ára á 05:27:12. 17 júní hlaup UMFN í 5 sæti á tíminn 00:19:37. Ironman Florida 278 sæti á tímanum 11:18:28. Jökulmílan 16 sæti í 50+ ára á tímanum 05:36:01. 7 Tinda hlaupið í 8 sæti á tímanum 04:58:24. Og líka í opna Íslandsmótið í Víðavangssundi og endaði í 1 sæti í flokki 50-99.
Þríþrautarkona Reykjanesbæjar 2015 - Guðbjörg Jónsdóttir
Guðbjörg hefur náð frábærum árangri í þríþraut og er afburða íþróttakona. Hún fór í Hálf Olympíska á Eskifirði og lenti í 3.sæti. Hún HálfÓlympísk í Hfj, liðakeppni (tók sundið) og við lentum í 2.sæti. Fjölskylduþraut 3N, liðakeppni(sund) og við lentum í 3.sæti. Guðbjörg Jónsdóttir fór í þessar þríþrautir á árinu og tók þátt í fullt af hlaupakeppnum: Snæfellsjökulhlaupið(22km), Arnarneshlaupið (21,1km) og Vesturgötuna (24km) 2 dögum síðar og fór svo í 2 Maraþon með 2ja mánaða millibili.
Íþróttakarl fatlaðra í Reykjanesbæ 2015 – Már Gunnarsson
Már á Íslandsmet í 400 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Már vinnur til verðlauna á öllum mótum. Hann æfir bæði með sameinaðri sunddeild ÍRB og Nes og stefnir langt í sundi.
Íþróttakona fatlaðra í Reykjanesbæ 2015 – Sigríður K. Ásgeirsdóttir Boyd
Sigríður er Íslandmeistari í einstaklingskeppni Boccia og er að bíða eftir staðfestingu á Íslandsmeti í lyftingum. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna í lyftingum, boccia og frjálsum.
Handboltamaður Reykjanesbæjar – Jóel Freyr Magnússon
Jóel Freyr efnilegur handboltamaður og er góður sóknarmaður og spilar sem vinstri skytta. Hann er góður félagi. Og hefur hann líka verið að prufa sig áfram i þjálfun hjá félaginu með góðum árangri.
Skotkarl Reykjanesbæjar 2015 - Theodór Kjartansson
Theodór Kjartansson vann til fjölda verðlauna á keppnisárinu. Reykjavíkurleikarnir RIG 24. Jan 2015 Egilshöll Loftrifill 2. Sæti Heiti:Landsmót STÍ Dags: 21.mars 2015 Digranesi Loftrifill 3. Sæti. Heiti: Íslandsmót Dags. 18. Apríl 2015 Egilshöll þríþraut 2. Sæti Heiti : Íslandsmót dags. 25. Apríl 2015 Egilshöll Loftrifill 2. Sæti. eiti: Smáþjóðaleikarnir 02.júní 2015 Íþróttahúsinu Hátúni Loftrifill 5. Sæti
Landsmót STÍ 26.júlí 2015 Skotdeild Keflavíkur Hafnir 300 metrar liggjandi 1. Sæti bætti sitt eigið íslandsmet.
Íslandsmót 29.ágúst 2015 Skotdeild Keflavíkur Hafnir 300 metrar liggjandi 1. Sæti einstaklingskeppni
Íslandsmót 29.ágúst 2015 Skotdeild Keflavíkur Hafnir 300 metrar liggjandi 1. Sæti Liðakeppni
Hann er klassa íþróttaskotfimiskytta og heldur fast utan um þjálfun hjá Skotdeild Keflavíkur í unglingaflokki og fullorðinsflokki. Hann er félagsmaður sem vinnur mikið í þágu félagsins. Hann er prófdómari fyrir Skotdeildina fyrir hreindýraprófin og er að kenna fólki sem er bæði að fara að skjóta sitt fyrsta hreindýr og sem er búið að fara margoft en er samt að læra nýja hluti. Keppti á smáþjóðaleikunum í Loftrifilli og stóð sig með prýðum í sinni grein.
Skotkona Reykjanesbæjar 2015 – Sigríður Eydís Gísladóttir
Sigríður Eydís Gísladóttir er efnileg skotíþróttakona sem á framtíðina fyrir sér í íþróttaskotfimi og hefur verið dugleg að mæta á æfingar og skarað fram úr í unglingastarfi kvenna. Hún stefnir á að taka þetta keppnisár með stæl og stefnir á að setja Íslandsmet í Loftgreinum. Hún hefur alla burði til að gera stórkostlega hluti í skotheiminum.
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2015 – Arnar Smári Þorsteinsson
Arnar Smári er í dag fremsti boxari á unglingsaldri og eini sem hefur fengið brons, silfur og gullmerki í diploma hnefaleikum, og einn af tveim íslendingum sem hefur fengið silfur. Hæsta mögulega einkunn í diploma hnefaleikum í tveim viðureignum sem tóku sér stað samdægurs.
Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2015 – Kristrún Ýr Hólm Keflavík
Kristrún Ýr var kjörinn besti leikmaður mfl. Kvenna árið 2015. Hún er harður varnarmaður og hefur spilað 21 leik fyrir mfl. Kvenna og skorað eitt mark.
Knattspyrnukarl Reykjanesbæjar 2015- Einar Orri Einarsson Keflavík
Einar Orri er besti leikmaður mfl. Karla árið 2015 og bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum liðsins í sumar. Einar var 15 ára þegar hann spilaði fyrst fyrir Keflavík í deild þeirra bestu og hefur spilað allan sinn feril með Keflavík. Hann lék sinn 125. leiki fyrir Keflavík í Pepsideildinni í sumar.
Sundkona Reykjanesbæjar 2015 – Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Sunneva setti þrjú Íslandsmet á árinu. Smáþjóðaleikar-valin í landslið Íslands. Evrópuleikarnir í Baku-unglingalandslið. Náði lágmörkum á Evrópumótið í 25 m laug. Keppti á Norðurlandamóti Unglinga í Noregi í desember. Sunneva er stigahæsti sundmaður sunddeildar UMFN árið 2015 með 781 FINA stig í 400 m skriðsundi í 50 m laug og 720 stig í 400 skrið í 50 m laug eða samtals 1501 FINA stig. Sunneva er þrefaldur Íslandsmeistari í fullorðinsflokki. Sunneva setti íslenskt stúlknamet í 400 m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 laug í nóvember hún var einnig liðsmaður í boðsundsveit ÍRB sem setti íslenskt stúlknamet í 4x100 m fjórsundi á sama móti.
Körfuknattleikskarl Reykjanesbæjar 2015 - Logi Gunnarsson
Logi var valinn besti leikmaður karlaliðs Njarðvíkur á leiktímabilinu 2014-2015 og var valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar. Hann lék með íslenska karlalandsliðinu á Eurobasket ásamt Smáþjóðaleikum og tveimur æfingamótum. Samtals lék Logi um 20 landsleiki á árinu 2015 Logi tók þátt á stærsta sviði Evrópu þegar landsliðið tók þátt á Eurobasket 2015 í Berlín en þar fór fram sterkasti riðill lokakeppni Evrópumótsins síðasta haust. Logi átti gott mót og skoraði um 9.5 stig að meðaltali á leik. Hann hefur um árabil verið frábær fyrirmynd fyrir yngi iðkendur bæjarfélagsins.
Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2015 - Sandra Lind Þrastardóttir
Sandra Lind er Íslands- og bikarmeistari í unglingaflokki kvenna. Hún var valin í úrvalslið Keflavíkur 2014-2015. Hún var valin besti varnarmaður kvennaliðs Keflavíkur. Sandra Lind var valin í A-landsliðið og spilaði með því í Evrópukeppninni. Sandra Lind er reynsluboltinn í kvennaliði Keflavíkur, 19 ára að aldri. Hún hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin 2 ár og hefur verið ein af driffjöðrum liðsins. Sandra Lind hefur spilað mjög vel á árinu og er með 9,6 stig, 10,9 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er tímabilinu. Hún er búin að festa sig í sessi sem einn besti miðherji landsins aðeins 19 ára gömul.
Lyftingakarl Reykjanesbæjar 2015 - Hörður Birkisson
Hörður setti 11 íslandsmet á árinu í öllum greinum kraftlyftinga. Hann á tvo Íslandsmeistaratitla í opnum flokki og flokki öldunga master 2. Besti árangur Harðar á árinu var 465kg í samanlögðu í -66kg flokki sem er riflega sjöföld líkamsþyngd Harðar. Hörður er einn virkasti meðlimur Massa hvort heldur er um að ræða mótaþátttöku eða þegar kemur að vinnu fyrir kraftlyftingadeildina. Hörður sem er frábær fyrirmynd og sýnir það og sannar að aldur er afstæður þegar að kraftlyftingum kemur og gefur þeim ungu ekkert eftir í æfingum og ástundun. Hörður hefur sett 90 íslandsmet á sínum ferli í kraftlyftingum og þar af 11 á árinu 2015.
Lyftingakona Reykjanesbæjar 2015 – Inga María Henningsdóttir
Inga María er Íslandsmeistari unglinga í -72 kg flokki. Og náði fjórða sæti í opnum flokki kvenna á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum. Hún er í landsliðshóp Íslands sem fer á Norðurlandamót unglinga í Svíþjóð febrúar 2016.
Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2015 - Jóhanna Margrét Snorradóttir
Jóhanna Margrét Snorradóttir var valin íþróttamaður Mána 2015 nú í nóvember og efnilegasti knapinn á landsvísu á uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór í Reykjavík í október s.l. Árangur Jóhönnu Margrétar á keppnisvellinum hefur verið eftirtektarverður á árinu sem nú er að líða. Hanna Magga keppir í flokki ungmenna en hefur einnig látið til sín taka í 1. flokki fullorðinna sem og meistaraflokki með ágætis árangri. Eftir góðan árangur á Íslandsmótinu í sumar var Jóhanna Margrét valin í landsliðið í hestaíþróttum og var því haldið á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku.
Kylfingur Reykjanesbæjar 2015 – Zúzanna Korpak
Zúzanna varð Íslandsmeistari stúlkna í holukeppni, í flokki 15-16 ára stúlkna. Zúzanna var í 3. Sæti í höggleik í samaflokki. Var í 2. Sæti í meistarflokki kvk. Í meistaramóti GS sem er frábær árangur fyrir 14 ára stúlku. Zúzanna lék fyrir hönd íslands á 2 alþjóðarmótum, í Finnlandi og Pólandi. Hún bæti sig mikið í sumar og fór úr forgjöf 13 niður í forgjöf 8 sem er mjög gott á 3-4 mánaða tímabili.Samanlagt var Zúzanna svo í 3. Sæti á stigalista GSÍ fyrir sinn aldursflokk.