Ástrós og Kristófer íþróttafólk Keflavíkur
Taekwondokonan Ástrós Brynjarsdóttir og sundkappinn Kristófer Sigurðsson voru valin íþróttafólk Keflavíkur en þau voru kjörin úr hópi framúrskarandi íþróttafólks hjá félaginu á þessu ári.
Greint var frá íþróttafólki allra deilda í sérstöku hófi í félagsheimili Keflavíkur í Íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi. Eftirtaldir íþróttamenn voru kjörnir:
Knattspyrnukarl: Einar Orri Einarsson
Knattspyrnukona: Kristrún Ýr Hólm
Körfuknattleikskarl: Valur Orri Valsson
Körfuknattleikskona: Sandra Lind Þrastardóttir
Fimleikakarl: Atli Viktor Björnsson
Fimleikakona: Laufey Ingadóttir
Sundkarl: Kristófer Sigurðsson
Er einn af fremstu sundmönnum Keflavíkur til margra ára. Hann hefur ávallt verið sér og félagi sínu til mikils sóma og verið góð fyrirmynd fyrir yngri sundmenn.
Kristófer á 734 FINA stig fyrir 400m skriðsund á tímanum 4.03,95 á ÍM50 í Reykjavík.
Kristófer var í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru hér á landi í júní. Þar var hann meðal annars í boðsundsveit sem náði 2.sæti.
Vann til 11 Gullverðlaun, 5 silfurverðlauna og 4 bronsverðlauna.
Hann hefur einnig verið í mörgum boðsundssveitum sem unnið hafa til fjölda verðlauna.
Kristófer á gildandi Íslandmet í aldursflokkum í eftirfarandi greinum:
Boðsund 4x100m skriðsund og 4x200m skriðsund í 50m laug.
Sundkona: Stefanía Sigurþórsdóttir
Skotkarl: Theodór Kjartansson
Skotkona: Sigríður Eydís Gísladóttir
Taekwondokarl: Ágúst Kristinn Eðvarðsson
Taekwondokona: Ástrós Brynjarsdóttir
Ástrós hefur verið besti kvenkeppandi þjóðarinnar í taekwondo og hefur átt mjög gott ár. Hún hefur átt stóran þátt í því að koma taekwondo og Keflavík á kortið enda vekur hún athygli hvar sem hún kemur.
Tók þátt í fjölda móta erlendis.
Hefur verið ósigruð á Íslandi og víðar í langan tíma.
Keppti á Norðurlandamótinu þar sem hún sigraði sinn flokk í bardaga og var það hennar þriðji Norðurlandameistaratitil í bardaga, einnig sigraði hún í tækni sem var mjög stór og sterkur flokkur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í tækni og eini Íslendingurinn sem hefur orðið Norðurlandameistari í bæði bardaga og tækni.
Vann til 10 gullverðlauna, 2 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna.
Blakkarl: Hjörtur Harðarson
Blakkona: Sæunnn Svana Ríkharðsdóttir
Íþróttafólk allra deilda Keflavíkur.