Ásmundur Íslandsmeistari í tölti ungmenna
Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum lauk um helgina og eignuðust Suðurnesjamenn einn Íslandsmeistara á mótinu. Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Mána sigraði í tölti, á Rey frá Melabergi, en Ásmundur hlaut einkunnina 7,83.





