Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Áslaug og Hólmgeir sigruðu á Georg V. Hannah mótinu
Sunnudagur 27. ágúst 2006 kl. 15:13

Áslaug og Hólmgeir sigruðu á Georg V. Hannah mótinu

Georg V. Hannah mótið í pútti fór fram á Mánatúni í Reykjanesbæ s.l. fimmtudag á vegum Púttklúbbs Suðurnesja. Áslaug Ólafsdóttir sigraði í kvennaflokki og í karlaflokki var Hólmgeir Guðmundsson hlutskarpastur.

Úrslit í mótinu:

Konur:
Áslaug Ólafsdóttir 70 högg
Ása Lúðvíksdóttir 71 högg
Regína Guðmundsdóttir 71, en tapað í umspili við Ásu.

Karlar:
Hólmgeir Guðmundsson 65 högg
Marinó Haraldsson 67 högg
Hafsteinn Guðmundsson 68 högg

Áslaug var í stuði á fimmtudag en auk þess að vinna kvennaflokkinn fékk einnig flest bingó, eða holu í höggi, en þau voru sex talsins. Valgeir Sigurðsson fékk flest bingó í karlaflokki en þau töldu átta.

Hægt er að skoða myndasyrpu frá mótinu undir Ljósmyndir hér hægra megin á vf.is en einnig er hægt að skoða videobrot frá mótinu á VefTV Víkurfrétta.

[email protected]


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024