Áslaug og Hákon efst í Essó mótinu
Essó mót Púttklúbbs Suðurnesja fór fram í gær í HF við Hafnargötu en þar er ný aðstaða PS síðan þau þurftu að yfirgefa gömlu aðstöðu klúbbsins í Röstinni. Þau Áslaug Ólafsdóttir og Hákon Þorvaldsson voru sigurvegarar í karla- og kvennaflokki að þessu sinni og höfðu einnig flest bingó eða holu í höggi í mótinu.
Úrslitin í mótinu urðu þessi:
Áslaug Ólafsdóttir, 66 högg og 10 bingó
María Einarsdóttir, 68 högg
Sesselja Þórðardóttir, 72 högg
Hákon Þorvaldsson, 61 högg og 11 bingó
Hólmgeir Guðmundsson, 65 högg
Hafsteinn Guðnason, 65 högg og tapaði í bráðabana gegn Hólmgeiri
Alls tóku 35 manns þátt í mótinu og tókst það ágætlega til. Næsta mót er 15. mars og það er Lyfjumótið og fer fram í HF að Hafnargötu.