ÁSKRIFTINNI SAGT UPP?
Það hlýtur að vera Suðurnesjarisunum talsvert áhyggjuefni hve sterk lið KR-inga og Tindastóls hafa verið það sem af er Íslandsmótinu. Bæði lið tefla fram „nýjum andlitum“ sem ekki gefa reyndum meisturunum neitt eftir og það sem verra er, bæði lið virðast enn eiga eitthvað inni. Má þar nefna að Arnar Kárason hefur ekkert leikið með KR það sem af er og Kanadamaðurinn og Keith Vassel, sem þekktur er af háloftaleikfimi, er rétt að komast upp á aðra hæðina. Ungt lið KR er á toppnum í dag og spurning hvort titlaáskriftinni hafi verið sagt upp á Suðurnesjum.