Ásgrímur til HK
Ásgrímur Albertsson, varnarmaður hjá Keflavík í knattspyrnu, er genginn til liðs við HK eftir stutta dvöl hjá Keflavík. Frá þessu er greint á www.keflavik.is.
Ásgrímur kom frá HK síðasta vetur til Keflavíkur en hefur ekki náð að festa sig í sessi í Keflavíkurliðinu. Hann ákvað að skipta aftur yfir í HK og leika með sínum gömlu félögum í 1. deildinni. HK er í 5. sæti 1. deildar.
VF-mynd/ Ásgrímur (t.v.) ásamt Gesti Gylfasyni (t.h.)