Ásgarður eða Útsvar hjá Grindvíkingum?
Grindavík og Stjarnan mætast í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Garðabæ en það eru deildarmeistarar Grindavíkur sem leiða einvígið 1-0 eftir 83-74 sigur í fyrsta leiknum í Grindavík.
Grindvíkingar etja einnig kappi við Reykvíkinga í Útsvari í kvöld og verða bæjarbúar því líklega að gera upp við sig hvort liðið skuli styðja, liðið í Efstaleitinu eða í Ásgarði.