Ása og Hólmgeir sigurvegarar í Kynnisferðamótinu
Kynnisferðamótið í pútti fór fram á Mánagrund gengt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ síðasta fimmtudag. Ása Lúðvíksdóttir hafði sigur í kvennaflokki á 69 höggum og Hólmgeir Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki á 66 höggum.
Næsta mót hjá félögum í Púttklúbbi Suðurnesja er Landsmót UMFÍ sem fram fer í Kópavogi í Júlínbyrjun.
Úrslit í Kynnisferðamótinu voru sem hér segir:
Konur:
Ása Lúðvíksdóttir, 69
Sesselja Þórðardóttir, 71
Lóry Erlingsdóttir, 72
Bingóverðlaun (flestar holur í höggi)
Lórý Erlingsdóttir, 6 bingó
Karlar:
Hólmgeir Guðmundsson, 66
Jóhann Alexandersson, 67
Guðmundur Ólafsson, 67
Jóhann lagði Guðmund í bráðabana um 2. sætið.
Bingóverðlaun (flestar holur í höggi)
Hólmgeir Guðmundsson, 7 bingó
VF-mynd/ Úr safni