Ása og Hákon sigurvegarar Gestamótsins
Þau Ása Lúðvíksdóttir og Hákon Þorvaldsson eru í fantaformi í púttinu þessa dagana en fyrir skemmstu höfðu þau sigur á Allt hreint mótinu. Í dag voru holurnar aftur stærri hjá Ásu og Hákoni en öðrum keppendum er þau sigruðu í Gestamótinu svokallaða sem fram fór í Röstinni.
Púttklúbbur Suðurnesja bauð til sín gestum til keppni en gestirnir komu frá púttklúbbi aldraðra frá DAS í Hafnarfirði og púttklúbbi eldri borgara í Garðabæ. Alls voru 60 manns sem tóku þátt í mótinu
Sigurvegarar í kvennaflokki:
Ása Lúðvíksdóttir, 64 höggum, 10 bingó
Hrefna Ólafsdóttir, 68 högg
Erla Helgadóttir, 69 högg
Sigurvegarar í karlaflokki:
Hákon Þorvaldsson, 61 högg, 13 bingó
Gústaf Ólafsson, 64 högg
Hilmar Pétursson, 65 högg
Mótið heppnaðist vel í alla staði og sá Sigurjónsbakarí um bakkelsið við verðlaunaafhendinguna í mótslok. Næsta mót verður haldið þann 26. október næstkomandi og verður það Grágásmótið.
VF-myndir/ Jón Björn Ólafsson, [email protected] - Frá mótinu í dag