Ása og Hákon Allt hreint meistarar
Allt hreint mótið í pútti fór fram sl. fimmtudag þar sem Ása Lúðvíksdóttir og hafði sigur í kvennaflokki en í karlaflokki var það Hákon Þorvaldsson sem varð hlutskarpastur.
Ása lék á 63 höggum og fékk alls 13 bingó, eða holu í höggi. Hákon lék á 58 höggum og var í banastuði og setti niður 15 bingó.
Úrslit í kvennaflokki:
Ása Lúðvíksdóttir, 63 högg, 13 bingó
Regína Guðmundsdóttir, 67 högg
Gerða Halldórsdóttir, 69 högg
Úrslit í karlaflokki:
Hákon Þorvaldsson, 58 högg, 15 bingó
Valtýr Sæmundsson, 62 högg, 2 bingó
Jón Ísleifsson, 62 högg, 3 bingó
Næsta mót á vegum Púttklúbbs Suðurnesja er Happasælsmótið og fer það fram fimmtudaginn 26. október.