Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Íþróttir

Ársmiðar á gjafaverði í Grindavík
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 10:38

Ársmiðar á gjafaverði í Grindavík

Á næstu dögum munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna í körfuknattleik í Grindavík ganga í hús í bænum og bjóða ársmiða til sölu á leiki vetrarins.

Ársmiðinn mun kosta litlar 5000 kr. og gildir á alla heimaleiki í deildarkeppni og fyrirtækjabikar. Til samanburðar má þess geta að stuðningsmannakort hjá Njarðvíkingum þar sem innifalin eru sérmerkt sæti í Ljónagryfjunni ásamt kaffiveitingum og öðru kosta kr. 24.000 á ári eða kr. 2000 á mánuði. Í fyrra kostuðu stuðningsmannakort í Keflavík kr. 20.000 fyrir árið en þau höfðu svipaða eiginleika og stuðningsmannakort Njarðvíkinga. Ársmiðinn í Grindavík felur ekki í sér kaffiveitingar og sérmerkt sæti.

Einnig geta Grindvíkingar gengið í Grindjánaklúbbinn en þá greiðir sá aðili kr. 2000 á mánuði í átta mánuði en pör greiða kr. 3000 á mánuði.

Engu að síður er munur á milli félaganna þriggja hvað þau rukka í aðgangseyrir í miðasölu. Í fyrra kostaði stakur miði á leik í Grindavík kr. 1000, í Njarðvík kr. 800 og í Keflavík kr. 800.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25