Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arsenal goðsögn vill íslensk orkuverð
Á myndinni má sjá Þorgrím St. Árnason, öryggisstjóra HS Orku og Arsenal aðdáanda, með goðsögninni.
Föstudagur 10. október 2014 kl. 18:00

Arsenal goðsögn vill íslensk orkuverð

Heiðursgestur á árshátið í Officera klúbbnum

Fyrrum Arsenal leikmaðurinn Nigel Winterburn kom til landsins í dag, en hann mun vera viðstaddur á árshátíð Arsenal klúbbsins sem haldin verður í Officera klúbbnum á Ásbrú annað kvöld.
Bakvörðurinn snjalli fór í heimsókn til HS Orku og skoðaði Orkuverið Jörð á Reykjanesi. Hann var heillaður af kraftinum og orkunni á svæðinu og vildi ólmur fá íslensku orkuverðin heima hjá sér.

Winterburn lék með Arsenal í 13 ár og spilaði 440 leiki fyrir klúbbinn. Á ferli sínum vann hann til fjölda verðlauna með Arsenal og er hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024