Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Aron valinn í landsliðið
Miðvikudagur 6. ágúst 2008 kl. 16:09

Aron valinn í landsliðið

Aron Ómarsson úr Reykjanesbæ hefur verið valinn í landsliðið í motocross sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í motocross en keppnin fer fram í Bretlandi í september. Auk Arons eru Valdimar Þórðarson og Einar Sverrir Sigurðarsson en þetta er sama lið og keppti í Bandaríkjunum í fyrra. Þetta er í annað skiptið sem Ísland sendir lið á mótið en allir bestu motocrosskappar heims taka þátt í mótinu.

Aron er nýstiginn upp úr meiðslum en hann ökklabrotnaði fyrr í sumar. Hann er ánægður með að komast í liðið og telur það mikinn heiður. “Við ætlum okkur fyrst og fremst að reyna að klára keppnina. Það voru mörg mjög góð lið sem náðu ekki að klára í fyrra og það er meginmarkmiðið hjá okkur. Það er miklu meiri heiður að fá að keppa fyrir hönd þjóðarinnar en að verða Íslandsmeistari. Mig hefur alltaf dreymt um að hjóla meðal þeirra allra bestu og ég fæ tækifæri á því núna,” sagði Aron.

Mynd: Aron Ómarsson er einn efnilegasti motocrosskappi þjóðarinnar og var valinn í landsliðið í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024