Aron Ómars ætlar sér Íslandsmeistaratitil á fullu húsi stiga
Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Þolakstri á mótorhjólum fór fram á Hellu um um þar síðustu helgi. Rúmlega 100 keppendur voru skráðir til leiks en það var Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson sem sigraði báðar umferðir dagsins eftir frábærann akstur og leiðir því Íslandsmótið á fullu húsi stiga.
„Ég byrjaði að hjóla aftur í fyrra eftir sjö ára pásu og það verður að teljast hreint út sagt ótrúlegt að ég geti mætt í keppnir og verið bestur ennþá eftir öll þessi ár,“ segir Aron í samtali við Víkurfréttir.
Næsta umferð Íslandsmótsins fer fram á Akureyri í júlí, Aron ætlar að gefa hressilega í æfingar fram að því móti og er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil á fullu húsi stiga í sumar.