Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aron meðal þeirra bestu í heimi
Grindvíkingurinn Aron Ómarsson.
Þriðjudagur 1. ágúst 2017 kl. 10:38

Aron meðal þeirra bestu í heimi

-Endaði í 7. sæti í vélhjólakeppni þrátt fyrir að hafa ekki æft í sjö ár

Grindvíkingurinn Aron Ómarsson mætti sterkur til leiks í vélhjólakeppni „Enduro“, sem fram fór í Rúmeníu um helgína, en um er að ræða fimm daga keppni sem fram fer í Karpatíufjöllunum.

Aron lagði línurnar strax á fyrsta degi með því að vinna svokallaða „Prolog“ keppni, en sú keppni er innanbæjar á götum Sibiu áður en keppt er í fjóra daga í fjöllunum. Aron vann keppnina í Sibiu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir Prolog keppnina tóku svo við fjórir dagar af erfiðasta fjallarallí í heimi, en Aron keyrði allt að 200 kílómetra á dag, í um sex klukkustundir í einu og fékk eingöngu um 20 mínútur á hverjum degi til þess að næra sig.

Vegna smávægilegra vandræða með hjólið, sem kostuðu Aron mikinn tíma, endaði hann í 7. sæti á mótinu. Þess má geta að Aron hefur ekki hjólað í sjö ár, en hann hafði einungis æft í hálft ár af krafti fyrir keppnina.


Af verðlaunapallinum eftir Prolog keppnina.