Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aron Elís Árnason Íþróttamaður Sandgerðisbæjar
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 09:24

Aron Elís Árnason Íþróttamaður Sandgerðisbæjar


Aron Elís Árnason, 16 ára leikmaður knattspyrnudeildar Reynis, var í gærkvöld krýndur Íþróttamaður Sandgerðisbæjar. Þrír voru tilnefndir í kjörinu en auk Arons voru það Birkir Freyr Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis og Markús Guðmundsson, sundmaður.

Aron Elís er sagður einn sá efnilegasti sem lengi hefur komið fram hjá Knattspyrnudeild Reynis. Hann var á árinu valinn í U17 ára landslið Íslands á Norðurlandamót sem haldið var í Svíþjóð. Þá var hann tvívegis í byrjunarliði Íslands og kom inn á í tveimur leikjum. Í leik Skotlands og Íslands var hann valinn maður leiksins.
Aron var síðan aðalmarkvörður U17 ára landsliðsins í undankeppni Evrópukeppninnar og lék alla þrjá leiki liðsins. Hann lék alls 7 landsleiki fyrir Íslands hönd á árinu.  Í nóvember 2008 var hann kallaður til æfinga hjá U19 ára landsliðinu.

Efri mynd: Þessir voru tilnefndir: Markús Guðmundsson, Birkir Freyr Sigurðsson og Aron Elís Árnason.

Neðri mynd: Aron Elís Árnason, Íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2008.


VFmyndir/elg.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024