Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór vill til Vínar
Miðvikudagur 27. apríl 2016 kl. 12:19

Arnór vill til Vínar

Segist vilja fara eftir sumarið

Miðlar í Svíþjóð greina frá því að landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason vilji komast til Austurríkis eftir sumarið, en lið Rapid Vín hefur sýnt honum mikinn áhuga. Fótbolti.net greindi frá því í gær að liðið hefði þegar boðið rúmlega tvær milljónir evra í leikmanninn sem nú leikur með sænsku meisturunum í Norrköping.

Arnór var spurður út í málið og sagðist hann vilja fara til Vínar. Hann vornar að liðin náni samkomulagi. „Þetta er gott skref fyrir mig að taka í sumar. Ég held að þetta sé góður klúbbur fyrir mig sem er í evrópukeppnum á hverju ári og í titilbaráttu í Austurríki. Ég hef mikinn áhuga á að fara þangað,“ sagði ARnór í samtali við Expressen. Arnór segist ekki vilja taka of stórt skref ef hann skiptir um félag. Hann er þakklátur Norrköping fyrir tækifærið en nú sé tími til þess að taka næsta skref á ferlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024