Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór skoraði í Svíþjóð
Arnór Ingvi samdi við Norrköping síðasta sumar en hefur enn ekki náð sér á strik vegna meiðsla.
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 13:26

Arnór skoraði í Svíþjóð

Er óðum að ná sér af meiðslum

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt mark í leik með varaliði Norrköping, en miðjumaðurinn leikur nú með liðinu sem er í sænsku úrvalsdeilinni. Arnór lék með varaliði félagsins vegna þess að hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára á undirbúningstímabilinu.

„Ég er allur að koma til og vonandi helst það þannig,“ sagði Arnór í samtali við VF en hann vonasta til þess að vinna sér sæti í aðalliðinu innan skammst. Hann ætlar sé þó að vera þolinmóður. Sænska deildin hófst í lok mars en Arnór hefur verið frá vegna meiðsla í nánast tvo mánuði. Liðið er í 10. sæti deildarinnar eftir níu leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024