Arnór skoraði í sænska bikarnum
Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt mark í 1-3 sigri Norrköping gegn Carlstad í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Arnór kom inn sem varamaður í liði Norrköping í seinni hálfleik, en það tók hann aðeins tvær mínútur að stimpla sig inn með marki. Keflvíkingurinn Arnór hefur verið að leika með U21 liði Íslands að undanförnu en íslenska liðið er á leið í umspil í Evrópukeppninni.