Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór orðaður við Swansea
Þriðjudagur 19. apríl 2016 kl. 15:05

Arnór orðaður við Swansea

Ensk lið sýna miðjumanninum áhuga

Sífellt fleiri knattspyrnulið virðast óska eftir starfskröftum miðjumannsins Arnórs Ingva Traustasonar. Nú síðast er verið að orða Arnór við enska úrvalsdeildarliðið Swansea en þar leikur Gylfi Sigurðsson landsliðsmaður. Vefsíðan HITC Sport greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á leikmanninum, m.a. Aston Villa, Birmingham, Wolves og Reading.

Arnór hefur farið vel af stað með Norrköping í sænsku deildinni og lagt upp þrjú mörk í fjórum leikjum. Arnór hefur líka stimplað sig rækilega inn hjá landsliðinu með þremur mörkum og það hefur eflaust sitt að segja hvað varðar áhuga annarra liða. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024