Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór og Elías léku í jafntefli gegn Frökkum
Þriðjudagur 9. september 2014 kl. 09:24

Arnór og Elías léku í jafntefli gegn Frökkum

Keflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson léku báðir í 1-1 jafntefli íslenska U21 liðsins í knattspyrnu gegn Frökkum sem fram fór í Auxerre í gær. Arnór sem leikur með Norrköping í Svíþjóð, var í byrjunarliðinu, en varamaðurinn Elías leysti hann af hólmi þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Um var að ræða fyrsta leik hins 19 ára gamla Elíasar, en Arnór á að baki 10 leiki með liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024