Arnór meðal launahæstu atvinnumanna landsins
Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason úr Reykjanesbæ er meðal launahæstu atvinnumanna Íslands í íþróttum. Arnór sem leikur með sænska liðinu Norrköping er einn af 17 knattspyrnumönnum af þeim 20 launahæstu en hann er með um 23 milljónir í árslaun. Gylfi Sigurðsson trónir á toppnum með um 480 milljónir króna í árslaun. Listann má sjá á heimasíðu Viðskiptablaðsins.