Arnór lagði upp mark í tapi
Sænsku meistararnir í Norrköping hófu titilvörn sína í deildinni á tapi gegn Malmö á útivelli um helgina. Miðjumaðurinn snjalli Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark liðsins í 3-1 tapi. Arnór heldur þar með uppteknum hætti en hann var stoðsendingahæstur í sænsku deildinni í fyrra. Að undanförnu hefur Arnór svo stimplað sig rækilega inn hjá landsliðinu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum.