Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Arnór Ingvi tryggði Íslandi farseðilinn í 16-liða úrslit
    Arnór Ingvi skorar hér markið sem tryggði Íslandi sigur. Mynd/skjaskotEM.
  • Arnór Ingvi tryggði Íslandi farseðilinn í 16-liða úrslit
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 18:13

Arnór Ingvi tryggði Íslandi farseðilinn í 16-liða úrslit

Arnór Ingvi Traustason var hetja Íslendinga þegar þeir sigruðu Austurríkismenn 2-1 með marki Suðurnesjamannsins á síðustu mínútu í uppbótartíma á EM í knattspyrnu. Keflvíkingurinn tryggði þannig Íslendingum farseðil í 16-liða úrslit þar sem andstæðingar verða Englendingar.
Arnór kom inn á lið Íslands þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og fékk strax þungt höfuðhögg þegar hann skallaði boltann út úr íslenska teignum en Hinteregger, leikmaður austuríska liðsins skallaði okkar mann í höfuðið, án þess þó að hann meiddist alvarlega.
Það var gríðarlegur fögnuður í liðinu og hjá tíu þúsund stuðningsmönnum liðsins á Stade de France leikvanginum í París. Arnór Ingvi var í skýjunum eftir leikinn í viðtali við Guðmund Benediktsson og Þorstein Joð í beinni útsendingu:

„Þetta er eiginlega ótrúlegt. Ég er með hroll og þetta er magnað. Ég ákvað að hlaupa eins og ég gat þegar ég sá Theodór Elmar hlaupa upp kantinn og rétt náði í boltann. England er næsta lið og við förum að undirbúa okkur fyrir þann leik. Við eigum þetta skilið, hópurinn er frábær og við viljum vera áfram hér, taplausir,“ sagði Arnór sem nýlega var seldur til austuríska liðsins Rapid Vín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er video frá fagnaðarlátum á kránni Paddy's sem Anna Helga Gylfadóttir tók.