Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi til Norrköping í Svíþjóð
Ný mynd af Arnóri Ingva af heimasíðu Nörrköping - með eldgos í bakgrunni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. ágúst 2022 kl. 00:12

Arnór Ingvi til Norrköping í Svíþjóð

„Ég er mjög sáttur og hlakka til að spila aftur með Norrköping,“ segir Arnór Ingvi Traustason en hann var kynntur sem nýr leikmaður hjá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í gær. Hann átti frábæra tíma hjá félaginu 2014-16 og var lykilmaður hjá liðinu þegar það vann tvöfalt, deild og bikar árið 2015.

Arnór Ingvi lék síðast í Boston í Bandaríkjunum með New England en þangað kom hann 2021 eftir að hafa orðið Svíþjóðarmeistari með Malmö 2020. Þar á undan lék Suðurnesjamaðurinn með AEK í Aþenu í Grikklandi, var hjá Rapid Vín 2016-17 en þangað kom hann frá IFK Nörrköping, þangað sem leið hans liggur aftur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú er kominn tími til að snúa aftur og gefa til baka. Ég á margar góðar minningar frá veru minni hjá félaginu áður og vonast til að styrkja liðið á nýjan leik.“ segir Arnór Ingvi á heimasíðu félagsins.