Arnór Ingvi spilar fyrir nýjan þjálfara
Arnór Ingvi Traustason, Keflvíkingur og landsliðsmaður í knattspyrnu, mætir til æfinga hjá nýjum þjálfara hjá félagsliði sínu Rapid Vín eftir leikinn við Möltu með íslenska landsliðinu í dag.
Rapid Vín rak þýska þjálfann Michael Büskens í síðustu viku og hefur ráðið Austurríkismanninn Damir Canadi í staðinn. Liðið er í 5. sæti af 10 liðum, fimm stigum frá næsta Evrópusæti, sem þótti alls ekki ásættanlegt. Canadi hefur síðustu þrjú ár stýrt Rheindorf Altach sem hann kom upp í austurrísku úrvalsdeildina árið 2014, en liðið er þar í 2. sæti nú, jafnt toppliði Sturm Graz að stigum og níu stigum fyrir ofan Rapid Vín.
Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.