Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi spilar fyrir nýjan þjálfara
Mynd: Fotbolti.net
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 13:20

Arnór Ingvi spilar fyrir nýjan þjálfara

Arn­ór Ingvi Trausta­son, Keflvíkingur og landsliðsmaður í knatt­spyrnu, mæt­ir til æf­inga hjá nýj­um þjálf­ara hjá fé­lagsliði sínu Rapid Vín eft­ir leik­inn við Möltu með ís­lenska landsliðinu í dag.

Rapid Vín rak þýska þjálf­ann Michael Büskens í síðustu viku og hef­ur ráðið Aust­ur­rík­is­mann­inn Damir Cana­di í staðinn. Liðið er í 5. sæti af 10 liðum, fimm stig­um frá næsta Evr­óp­u­sæti, sem þótti alls ekki ásætt­an­legt. Cana­di hef­ur síðustu þrjú ár stýrt Rheindorf Altach sem hann kom upp í aust­ur­rísku úr­vals­deild­ina árið 2014, en liðið er þar í 2. sæti nú, jafnt toppliði Sturm Graz að stig­um og níu stig­um fyr­ir ofan Rapid Vín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.