Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi skoraði í sigurleik Rapid Vín
Arnór Ingvi leikur með Rapid Vín í Austurríki.
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 12:14

Arnór Ingvi skoraði í sigurleik Rapid Vín

Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í gær þegar liðið hans, Rapid Vín, vann útileik gegn Mettersburg, 3:1, í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er fram kemur í Morgunblaðinu. Arnór Ingvi kom af bekknum á 66. mínútu og kom Rapid í 2:1 sex mínútum fyrir leikslok. Þetta var þriðja mark Arnórs í deildinni á tímabilinu, í 21 leik, en ein umferð er eftir. Rapid Vín er í sjötta sæti af tíu liðum með 43 stig og gæti komist sæti ofar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024