Arnór Ingvi skoraði í sigri Malmö
Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Malmö sigraði í þessum Íslendingaslag en liðið er í 2. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Djurgarden er í toppsætinu.
Arnór Ingvi skoraði annað mark Malmö gegn AIK á 87. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson, félagi Arnórs í landsliðinu var í byrjunarliði AIK.