Arnór Ingvi og Samúel Kári í byrjunarliðinu gegn Indónesíu
Tveir Keflvíkingar eru í byrjunarliði Íslands gegn Indónesíu en liðin leika vináttuleik í dag ytra. Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson eru á miðjunni og hefja leik.
Þetta er í fyrsta skipti sem liðin mætast á knattspyrnuvellinum en leikurinn fer fram í borginni Yogyakarta og hefst kl. 11.30 að íslenskum tíma en kl. 18.30 að staðartíma í fjórða fjölmennasta ríki heims.
Flestir af fastamönnum Íslands eru fjarverandi og í hópnum eru sex nýliðiar, þar á meðal Samúel Kári en hann leikur með Vålerenga í Noregi. Arnór Ingvi gekk nýlega til liðs við Malmö í Svíþjóð frá Grikklandi.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.