Arnór Ingvi og Samúel Kári gefa eiginhandaráritanir í Keflavík
HM-landsliðsmenn Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson ætla að heilsa upp á stuðningsmenn Keflvíkinga fyrir leik liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, við ÍBV á morgun sunnudag.
Þeir Arnór og Samúel ætla að mæta klukkutíma fyrir leik eða kl.15 og gefa eiginhandaráritanir og spjalla við fólk í TM-höllinni, Íþróttahúsi Keflavíkur. Leikurinn hefst kl.16.
„Ég vil hvetja okkar stuðningsmenn og ekki síst okkar yngra knattspyrnufólk til að koma og heilsa upp á landsliðsmennina okkar. Þeir Samúel og Arnór eru miklar fyrirmyndir og hafa sýnt hvað hægt er að ná langt með dugnaði, vinnusemi og áhuga,“ segir Sigurður Garðarsson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.