Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi og Samúel Kári gefa eiginhandaráritanir í Keflavík
Laugardagur 26. maí 2018 kl. 15:30

Arnór Ingvi og Samúel Kári gefa eiginhandaráritanir í Keflavík

HM-landsliðsmenn Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson ætla að heilsa upp á stuðningsmenn Keflvíkinga fyrir leik liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, við ÍBV á morgun sunnudag.
Þeir Arnór og Samúel ætla að mæta klukkutíma fyrir leik eða kl.15 og gefa eiginhandaráritanir og spjalla við fólk í TM-höllinni, Íþróttahúsi Keflavíkur. Leikurinn hefst kl.16.

„Ég vil hvetja okkar stuðningsmenn og ekki síst okkar yngra knattspyrnufólk til að koma og heilsa upp á landsliðsmennina okkar. Þeir Samúel og Arnór eru miklar fyrirmyndir og hafa sýnt hvað hægt er að ná langt með dugnaði, vinnusemi og áhuga,“ segir Sigurður Garðarsson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024