Föstudagur 25. ágúst 2017 kl. 14:31
Arnór Ingvi og Ingvar í landsliðshópnum gegn Finnlandi og Úkraínu
Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson eru í landsliðshópnum í knattspyrnu sem mætir Finnlandi 2. sept. ytra og Úkraínu 5. sept. á Laugardalsvelli.
Hópurinn var kynntur í dag. Arnór Ingvi gekk sem kunnugt er til liðs við AEK Aþenu fyrir tímabilið síðla sumars. Ingvar Jónsson er hjá Sandefjord.