Arnór Ingvi og Ásgrímur til WBA
Tveir af efnilegustu leikmönnum Keflavíkur, þeir Arnór Ingvi Traustason og Ásgrímur Rúnarsson, fóru á mánudaginn til West Bromwich Albion og verða í eina viku en þessu grenir keflavik.is frá.
Með þeim er Zoran Daníel Ljubicic, yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur. Arnór Ingvi og Ásgrímur munu æfa með unglingaliðinu og er æft einu sinni á dag en Zoran mun fylgjast með æfingum liðsins og kynna sér gang mála hjá félaginu.
Með heimsókn þremenninganna til West Bromwich heldur samstarf félagins við Keflavík áfram en síðasta sumar komu tveir ungir leikmenn enska liðsins til Keflavíkur þó dvöl þeirra yrði styttri en gert var ráð fyrir.
www.keflavik.is