Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi og Árni Freyr með 21 árs liði Íslands
Arnór Ingvi á ferðinni með Keflvíkingum að ofan. Árni Freyr sést á mynd í fréttinni.
Miðvikudagur 6. febrúar 2013 kl. 10:38

Arnór Ingvi og Árni Freyr með 21 árs liði Íslands

Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson líka með í för

Keflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Árni Freyr Ásgeirsson eru báðir í landsliðshópi U-21 árs liðs Íslands sem leikur gegn Wales í dag. 

Wales og Ísland leika vináttuleik í Llanelli og hefja leik kl. 15:00. Miðjumaðurinn Arnór Ingvi hefur þegar leikið einn leik með U-21 árs liðinu og hefur einnig leikið með yngri landsliðum eins og Árni Freyr sem gegnir stöðu markvarðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig er Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson í hópnum en hann er á mála hjá enska liðinu Ipswich.