Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Arnór Ingvi missir líklega af næsta landsleik vegna meiðsla
Hér sjáum við brotið á Arnóri Ingva í leiknum við ÍBV. VF-mynd/Ágúst Þór Guðmundsson.
Mánudagur 23. september 2013 kl. 10:24

Arnór Ingvi missir líklega af næsta landsleik vegna meiðsla

Var tæklaður hressilega í leiknum gegn Eyjamönnum og tognaði á fæti.

Landsliðskappinn Arnór Ingvi Traustason, einn besti maður Keflvíkingar í Pepsi-deildinni í knattspyrnu meiddist á fæti í leiknum við ÍBV í gær. Hann missir af síðasta leik Keflavíkur gegn Breiðabliki um næstu helgi.

Að sögn Trausta Hafsteinssonar föður hans verður Arnór frá í einhvern tíma en hann tognaði eftir tæklingu leikmanns ÍBV. Arnór fór á heilsugæslu eftir brotið sem kom í fyrri hálfleik og var óttast um að mjög slæm meiðsli væri að ræða en úrskurðurinn var tognun. Arnór var lykilmaður í 21 árs landsliði Íslands í síðasta leik og nú er vafamál hvort hann verði orðinn góður í fætinum þegar næsti leikur fer fram í byrjun október.

Ekki er ólíklegt að þetta hafi verið síðasti leikur Arnórs með Keflavík því vitað er um áhuga erlendra liða á kappanum. Hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku hálft árið í Noregi í fyrra en ákvað að vera með Keflavík í sumar. Hann hefur verið burðarás í Keflavíkurliðinu á þessu tímabili og honum hefur verið spáð frama í atvinnumennsku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór á leið á heilsugæsluna í sjúkrabíl en á hinni myndinni aðeins hressari en þó á hækjunum að samfagna með félögum sínum eftir leikinn. VF-myndir/Páll Orri.